Veröldin mig vekur
Og veltir mér af stað
En sólin hjá mér situr
Já, hún situr öllu nær
Og geislar hennar glæðast
Af gjöfum þess sem er
Visku sína vakti
Og veitti farveg í
Úr fljóti sem var forðum
Yfirfullt af öllu því
Sem ég átti einusinni
Nú vefur örmum faðmar mig
Úr lífsins grænum lautum
Rennur lækur undurtær
Og sólarinnar máttur
Er meiri en í gær
Til himins nú sig hefur
Og hærra á loft ég fer
Nú hann blæs
Og í vindi bærist
Bjöguð en merkileg sýn
Því í stormi
Hrærist hugsunin mín
Aaaaææjjjiii...
Nú hann blæs
Og í vindi bærist
Bjöguð en merkileg sýn
Því í stormi
Hrærist hugsunin mín
Aaaaææjjjiii...