(Verse 1: Helgi Sæmundur)
Í tímaglasinu
Þú drukknar í sandinum
Því að glerið gefur engan grið
Það er ekkert hérna til að styðja við
Rífum niður myndirnar, lífið þitt er hillingar
Sandurinn hann er svo fínn
Og elskan mín þú ert svo fín
Manstu hvernig við dönsuðum
Undir fullu tungli og stjörnunum
Ég var þinn hvíti riddari
Þar sem að þú skalfst og svitnaðir
Rífum niður myndirnar
Lífið þitt er hillingar
Sandurinn hann er svo fínn
Og elskan mín þú ert svo hvít
(Chorus)
En ég sé ekkert (ekkert)
Ekkert nema svörtu (svörtu)
Svörtu augun þín
(Verse 2: Arnar Freyr)
Í skugga sólarinnar
Hold fölnar og rósir visna
Varir þorna því vatnið er salt
Faðma þig að mér því vatnið er kalt
Hvíli beinin inn í þér
Kyssi brjóstin og rifin tel
Einskins virði er tilvist þín
En elska mín þú ert svo fín
Sefur þú? dregur þú andan enn?
Eða hefur þú lokið verkinu
Fortíðin gleymd og brennd
Er við slökkvum á seinasta kertinu
Hvíli beinin inn í þér
Kyssi brjóstin og rifin tel
Einskins virði er tilvist þín
En elska mín þú ert svo hvít
(Chorus)
(Bridge: Arnar Freyr)
Þú ert mögur og fögur
Þú ert föl og þitt höfuð fullt af kolsvörtum sögum
Ég við hliðina á þér í dögun
Og ég fer ekki fet er þú hverfur í jörðu
Því heimurinn er ekki staður fyrir þig
Ég kyssi þig og kveð þig svo þú þurfir ekki að finna til
Þú ert úr póstulíni vinan, sandurinn hann hylur þig
Og friðurinn fer yfir þig og ég
(Chorus)