Sálin Hans Jóns Míns - Á tjá og tundri lyrics

Published

0 398 0

Sálin Hans Jóns Míns - Á tjá og tundri lyrics

Allt er á tjá og tundri get ekki fötin mín fundið. Ei hissa þó þig undri. Er svipur hjá sjónu? Framlágur er heldur kappinn, floginn um hvippinn og hvappinn. Ég verð að safna í sarpinn og sofa hjá Jónu. Ég bið um frið, æ gef mér grið, ég verð að hvílast stundarkorn. Ó, ekki meir, ég er eins og leir. Ég spyr: Færðu aldrei nóg? Nú er ég farinn, meinilla farinn og búinn að vera. Þverrandi þor, ekkert hægt að gera. Nú er ég farinn! Með hausgarminn undir hendi ég henni tóninn minn sendi. Veit ekki hvar ég lendi, er nakinn um nárann. Nú finnst mér mál að linni, verð ekki lengur hér inni. Ég vona bara að hún finni mig ekki í fjöru. Ég bið um frið... Nú er ég farinn... Sjúbb sjúbb sjarei