Svavar Knútur - Vetrarsól lyrics

Published

0 272 0

Svavar Knútur - Vetrarsól lyrics

Allt sem er, brennur, fer undan heimsins hörkuéljum. Gæðir sér gammager á hjörtum manna í slíkum heljum. En eina veit ég vetrarsól sem veitir sálu minni skjól. Án þín er allt sem gler og framtíðin í kuldabáli. Segðu mér hvernig þér hugnast að hitta mig að máli. Þá myndi birta í hellinn minn skína æ svo fögur inn. Eina mey langar grey að finna umfaðmandi arma. Þó mín fley framar ei sigli, aldrei mun það harma. Því nú mun birta í hellinn minn skína æ svo fögur inn.