Rstíðir - Brestir lyrics

Published

0 313 0

Rstíðir - Brestir lyrics

Djúpt í fylgsnum hugar Sorginni hann leynir á hana ekkert dugar Kosti enga greinir Sama hvað hann reynir Áhrif hefur á hans ákvarðanir allar Sjást í skini mánans Brestir hans og gallar Myrkrið til hans kallar Deginum feginn hann er Stund milli stríða En er dagur hallandi fer Aftur er þjakaður kvíða Slikju næturinnar Umvafinn hann liggur Fangi sorgar sinnar Hugsar bara hyggur Hrakinn bæði og hryggur Sú hugsun liggur, læðist Að ófreskja hans vanda Sem stjórnlaust áfram æðir Um sálarinnar sanda Að endingu mun granda Deginum feginn hann er Stund milli stríða En er dagur hallandi fer Aftur er þjakaður kvíða