Published 2016-06-28
0 556 0
Laufið á trjánum, Sem féll í fyrra, Átti það Engin spor? Nú hef ég gleymt Þeim ástarorðum, Sem þú hvíslaðir Að mér í vor. Með söknuði Kveð ég ástina ungu, Sem eitt sinn Ég til þín bar. Það er dæmt Til að deyja, Sem dauðanum Markað var.