Þú ert eins og eldur, ör og stundum villtur. En hvað með það? Já hvað með það Eldurinn er fallegur, bálið er svo bjart, ornar mér og lýsir þá myrkrið er svo svart. En það þarf glóð og þolinmæði. Ég veit það. Smá kjark og þor, það kemur bráðum. Ég veit það. Þú þekkir mig við sigrum saman tvö. Sumir dagar eru OK, aðrir dimmgráir, en hey! Ég veit það. Við finnum leið og fögnum lífinu. Tilveran er ekki úthugsað plan, einföld í fyrstu, svo hefst baráttan. Beygjur og sveigjur og kvíði og allskonar rugl,
enginn sleppur við það allt saman. En stundum sól. Ó, já. Þú ert mín sól. Við skínum áfram Ég veit það. Smá kjark og þor, það kemur bráðum. Ég veit það. Þú þekkir mig; við sigrum saman tvö. Sumir dagar eru OK, aðrir dimmgráir, en hey! Ég veit það. Við finnum leið og fögnum lífinu. - - Ég veit það! Smá kjark og þor það kemur bráðum. Ég veit það. Þú þekkir mig; við sigrum saman tvö. Sumir dagar eru OK, aðrir dimmgráir, en hey! Ég veit það. Við finnum leið og fögnum lífinu.