Þegar að nóttin æðir yfir á ný
eygi ég vonir og varlega smeygi mér í.
Smám saman færist ég allur í aukana oh, oh, oh,
undarleg tilfinning grípur og grefur sér leið.
Þýtur í laufi, svignar einmanna strá,
skuggaleg andlit, augu fara á stjá.
Ég geng eftir götunni, speglast í malbiki
oh, oh, oh
gái til veðurs og greiðlega held mína leið.
Þá allt í einu rofar til
svo ótrúlega fljótt.
Ég hitti hana af tómri tilviljun.
Mæti henni, rekst á hana af tómri tilviljun.
Já ekki er allt sem sýnist segi ég þér.
Núna ég bíð uns máninn mætir á ný.
Á meðan ég tálga spýtu teljandi ský.
Ég hangi á horninu, speglast í glerinu oh, oh, oh,
hinkra og vona að skóhljóðið heyrist í kvöld.
Ég reyni að standa í skugganum
en sumir skynja allt.
Ég hitti hana af tómri tilviljun.
Elti hana út um allt af tómri tilviljun.
En ekki er allt sem sýnist segi ég þér.