Stjarna björt á heiðum himni bláum, Hún mig töfrum batt á allar lundir Eins og barn ég stóð á stalli lágum, Starði frá mér numin margar stundir. Þráði ég hana mitt í dagsins draumi Dáði ég hennar ljóma í húmsins veldi. Hóf hún mig frá heimsins glysi og glaumi,
Gaf mér styrk á mörgu svölu kveldi. Svo kom hret, ég sá hana ekki lengur. Sorgin fyllti hjartað þungum trega. Var sem brysti hörpu stilltur strengur. Stjörnunnar ég sakna ævinlega.