(Verse 1): Kannski er ég hræddur við allt Rétt eins og hún sagði, og stanslaust í vörn Blóðbragðið í munninum örvar öll skilningarvitin það skerpir mig allan og blæs smá lífi í mig Kannski alls ekki stór þyrstur, svangur, tapsár og vondur við fólk ég teiknaði upp alheiminn Eins og hann leit út í þátíð í heilanum á mér, það eyðilagði allt ég var reiður og fullur alltof lengi það gerði mér kannski ekkert gott ég geri mistök eins og allir sem ég þekki Man hvernig hún fyrirgaf þau öll öll opin sár greru á nóttunum okkar í Keflavík (Chorus) Ef þú kannski hittir hana úti Segðu að lögin mín séu öll til hennar
Segðu henni að veðrið hér á Íslandi Sé enn þá kalt og ég sé ennþá Frosinn niður fyrir brjóst ég er enn þá vondur Fæ enn þá geðveikisglampann í augun mín Segðu henni að ég sé samt að Reyna allt til þess að verða betri Maður en ég virkilega var Ef þú hittir hana Segðu að úlfarnir séu enn að elta mig Segðu henni að sársaukinn sé étandi mig innan frá og ég sé Enn þá ekki búinn að finna skjól ég er enn þá reiður Fæ enn þá martraðir þar sem þeir ná í mig Segðu henni að ég sé samt að Vinna úr hlutunum rétt eins og Hún sagði mér að gera áður en hún fór