Með hverri nótu sem ég spila orðin sem ég skrifa gef ég hluta af sálinni þótt það sé ósköp lítið þar, það sé ósköp lítið þar. Með hverri nótu sem ég er að syngja til þín finn ég orkuna að fjara úr mér það var nógu lítið þar, það var nógu lítið þar. Þú sagðist hata, kuldann eins og hann sé ástæðan ó baby ég skil það svosem en stundum er betra að seigja satt. Með hverju lagi sem ég bjó til um þig fannst mér bara fjarlægðin á milli okkar lengjast hægt og rólega, lengjast hægt og rólega. Með hverju orði sem þú segir við mig finnst mér að þú grafir mig í jörðina og verðir minna og minna þú, verðir minna og minna þú Þú sagðist hata kuldann, sagðist verða að fara strax ó baby ég skil það alveg en við áttum að lifa alltaf. Hún sagði gleðilegt nýtt ár hafðu það sem allra best og hættu að hugsa um mig hættu að hugsa um Keflavík því framtíðin er til við verðum þó við, saman eða í sundur verðum við þó alltaf við, gleðilegt nýtt ár, ég fer aftur eftir viku ekki vera þar ekki eins og síðast því þú eyðilaggðir allt hræddir litlir hvolpar lifa aldrei kuldann af ( hræddir litlir hvolpar lifa aldrei kuldann af)
Hafðu það sem allra best og stingdu af drauginn þinn, hættu að hugsa um úlfana og þeir hætta að elta þig, vatn er bara vatn, hvort sem það er kennt við Þóri eða annað nafn, gleðilegt nýtt ár, þú veist að ég varð að hætta og yfirgefa þig, fíkniefni blekkja fólk og náðu að blekkja mig, stórir vondir hundar hræðast ekki sprengingar ( stórir vondir hundar hræðpast ekki sprengingar) líttu í burt frá himnum og horfðu í smá á mig, sérðu ekki að andlitið mitt breyttist frá því fyrst, horfðu beint á mig viðurkenndu það bara að þú eyðilaggðir mig, gleðilegt nýtt ár sjáumst kannsi seinna þér mun líða betur þá, kannski verður tíminn búinn að sjá um þessi sár, gleðilegt nýtt ár og svona áður en ég fer, næturnar í keflavík þær sitja enn í mér.