Iii.i. Óvættin sem leitar á þig
Heggur þína innstu taug
Forynjan sem kallar nafn þitt
Ii. Rödd hennar
Heit og dauð
Heit og dauð
Iii. Launungarmál
Hnífsskarpt hvískur
Ormatal í huga mér
Iv. Seiður forn
Magnaður
Bölrúnir skal rísta
V. Aska gýs úr vitum mínum
Drepsótt í bláum beinum
Vi. Návindur ber þung orð á lofti
Hrafnaþing kveður upp dóma
Vii. Tungl vex og blóðgast
þögn ríkir á himni
Prísundin riðar til falls
Viii. Heyr!
Ix. Látið óma
Enn á ný
þá trylltu frygðarsöngva
X. Hinn nafnlausi lýkur upp
áttunda innsiglinu
Xi. Blóð hans brennur í iðrum mínum
Raust hans skekur heiminn:
Xii. „Þú þekkir mig
Náttvættur
Sem gvuðar á glugga
Sálu þinnar
Xiii. Nafn mitt strikað
úr helgra bókum
En ritað í
ösku jarðar“
-
Xiv. Ljós
Hinsta
Hilling manna
Xv. Svartasta
Gjá
Leiðir okkur handan
Xvi. Þurr
Mold
þungar rætur rotna
Xvii. Eyðilögð
Auð
Liggur í draumlausu dái
-
Xviii. Ei trúa
Ei vona
Feigð kallar
Eirð neitar
Xix. Neitar
Teikn flöktar
Tóm