Ii. i. Mara á brjósti mér
Hlær
Strýkur mér um
Stjarfan vanga
Ii. Svefndauður
Andvaka
Hvít gríma lögð á andlit mitt
Iii. Svartur eldur
Logar úr brjósti mér
ég reyni að öskra
En maran hlær
Iv. kaldar hendur, kaldar klær
Toga þig niður
Drukknaðar sálir, örvona
Toga dýpra og dýpra
V. Jarðarfararmold
Skríður um þig, skríður inn í þig
Lifandi étur þig dauðan
Iðandi ormar iðrast
Vi. Þrútið hræ gall storknaðir vessar
Blómstraðu
Skinn og bein, skinn og vein
Skorpnar varir berar tennur
Vii. Sem ljár fellir korn
Og naðra hleypir ham
Rotnar af mér
Aur jarðar
Viii. Við beinaströnd
Situr jötna far
Ferjan dökka
Bíður mín
Ix. Ég slít úr höfði mér
Ríf af himnum ofan
Blóðugt fargjald
Silfrað ennitungl
X. Haturs fljót
ólgandi stormur
Nístandi öldurót
það kallar, það hvíslar
Xi. Dregur mig nær
Dregur mig nær!
Dregur mig...
Xii. Óminnisvatn
Hreinsar morkinn huga
þyngsli mörunnar
Af mér létt
Xiii. Ég geng
Um aldir alda
Meðal hinna
Gleymdu dauðu
Xiv. Bein mín gulnuð
ég hósta
Ryki og mold
ég dreg andann á ný
Xv. Grafardróttinn!
Ég ákalla þig!
Xvi. Láttu mig lausan!
Veittu mér dauðann!
Xvii. Hún situr mig enn
þung á brjósti
Og hlær holum tóni
Xviii. Ormétinn
Maðkaþvagan titrar
í takt
Við hjartslátt minn
Xix. Svartasta ljós!
Xx. Stoðir hrynja
Auðnin rís
Endinum náð
Xxi. Dauðrahersir
Reisir mig við
Yfir föla kúpu
Dregur hann andlit mitt
Xxii. Hvaða leið
Sem við kjósum að feta
Er einungis glötun
Sem bíður við leiðarenda