[Inngangur]
90% af allri orku á landinu er nýtt af stóriðnaði, aðallega
álverum og járnblendisverksmiðjum
10% er nýtt af heimilum, fyrirtækjum og stofnunum
Ein Búrfellsvirkjun myndi uppfylla orkuþörf fólksins
Síðastliðin fimmtíu ár hefur geisað hernaður gegn landinu
[Vers 1: Ari Ma]
Og náttúruverndar-sjónarmiðunum og friðunum
Með sniðugustu lygunum
Sem hlægja' að heiðnu siðunum
Gömlu jurta lyfunum og helgu griðarstöðunum
Sem verða undir gröfunum og orðræðan í blöðunum
Er útötuð í stöfunum sem f*gna leðju böðunum
í heiðagæsa högunum
- þar sem Freyfaxi reið um í' íslendingasögunum
Ó, var landið friðað? Þau breyttu bara lögunum
því að peningarnir flæða í flúðunum
Og fjölmiðla trúðunum
Er jafn mikið treystandi og ráðamanna brúðunum
Sem sigla um á skútunum og lifa vel á mútunum
Konungurinn Alcoa, þeir lúta' honum
Sjúgandi spenann á sóðanum, skammtímagróðanum
þeir þagga niðrí “fíflunum”
Sem reyna' að hagga stíflunum
Í logninu í f*gra firðinum er mengun svífandi
Eitruð ský af brennisteinsdíoxíð engum hlífandi
Finnst þér þetta vera viðkvæmt málefni?
Það þarf mikið rafmagn til að breyta súráli' í hráefni
Ef þeir fara upp á hálendi
Og fjallkonan er fyrir þeir kála' henni
- ég finn það í sálinni
Ég verð virkilega málglaður
Alveg frekar brjálaður
Og reyni ekki að hylja það
Hvernig gátu þeir byggt virkjun fyrir 133 milljarða?
Ég er ekki' að skilja það
Ef þú hefðir fengið val, hefðirðu viljað það?
Harpa kostaði 17,5 - leyfðu mér að þylja það
133 fjandans milljarða
Bara til að þjóna einu álveri
Með fjörutíu ára álverðs-tengdum samningi
Þegar ég fer að verða gamlingi -
Og gróðinn fer minnkandi þá leggja þeir upp laupana
Endalaus orka en enginn til að kaupa' hana
Nánast þriðjungur af allri orku á Íslandi
Á heiðinni ég heyri' í forfeðrunum hvíslandi:
Hvað hafið þið gert?
[Vers 2: Andri Snær Magnason]
Á Vesturöræfum
(Forspil í dúr og moll)
Eftir Helga valtýsson fæddur 1877
Öræfin eru faðmvíð og fjallablá
Kyrrð þeirra gerir þig hljóðan og hlustandi
þar skilurðu Heimdall til fullnustu
Hugfanginn hlustarðu á andardrátt þinnar eigin sálar sem þú hafðir gleymt árum saman
Hér skynjarðu fyrst ómælisvíðáttu anda þíns og þú stendur kyrr og undrandi í djúpri þögn og óumræðilegri lotningu fyrir guðdómi sálar þinnar
Fjarlægðin, fjallabláminn, jökulbungan mikla
Reginniður kyrrðarinnar, allt þetta speglast og endurómar undir hvolfþökum sálar þinnar sem spanna himinn og jörð
Allt sjónarsvið anda þíns og sjálfur rennur þú sem söngklökkur ómandi strengur inn í þagnarþrungna geimvídd guðs
Og verður eitt með henni
[Vers 3: Ari Ma]
Fyrirgefið forfeður, en nú er skaðinn skeður
- ef þeir reyna svona aftur - við gerum úr því veður
Ef við blásum saman þá þyrlast upp stormurinn í sótinu
Gullið hefur stækkað en líka með því ormurinn í fljótinu
Sumir segja að hér sé við ofurefli að eiga
Ekki láta deigan sýga, ég vil orminn feigan
Ef við getum ekki banað honum bindum við hann böndum
Sameinuð vér stöndum og tökum orminn höndum
Almáttug erum við! Endurtaktu orðin!
Við bindum hann um hálsinn, við bindum hann um sporðinn
Bundinn hann getur ekki lengur neinum grandað, dýrum né mönnum
Ef til verka er vandað með skýrum og sönnum
ætlunum, áætla ég að Ísland gæti orðið algjör paradís
Hér er margt að sjá, ekki bara ís
Náttúran er draumurinn
Ferðamanna flaumurinn
Er dýrmætasti straumurinn
Krafturinn í konunum og ættjarðar sonunum
Fyllir mig af vonunum
Gullið býr í hjartanu á þjóðarsálinni
Móðurmálinu og loftinu' upp á hálendi
Vitið er rosalegt í íslenskum hugum
Við eigum meira skilið en álver og bugun
70% gróðans er sendur beint úr landi
ég hef auga' á orminum og festi betur bandið
Ég vil ekki vera bara kennitala' á blaði
Setjum markið hærra og ríðum bara' á vaðið
Við höldum okkar velli og munum aldrei bakka
Komandi kynslóðir munu okkur þakka
Kæru forfeður
Við bætum ykkur þetta upp
Við bætum ykkur þetta upp
Við bætum ykkur þetta upp