[Verse 1: Svanur Davíð]
Skólinn að klárast og sólin skín
Trúi þessu ekki, er að fara í sumarfrí
Ber á mig olíu og tana smá
Er að fíla þessa hlýju og fer að spá
Hvað varð eiginlega um þessa stundaskrá
Hringi í vin minn Gumma Há
Og við förum á stjá
Hittumst svo og fáum okkur mönns
Það er enginn að hata þetta sunnudagsbröns
Fáum með okkur Balla Ess
Og einsog alltaf er hann tussuhress
Bara sól og ekkert stress
Í vetur saknaði ég þess
[Verse 2: Baldur Blöndal]
Baldur Blöndal, kallaður Balzaretti
Góður í öllu nema á snjóbretti
Elska að fara í sund að skvetta á mig vatni
Ég tek mér smá blund og vona að ég vakni
Vil ekki missa af deginum
Veðrið hérna er einsog í útlöndum
Og eftir 3 góð ár í Réttarholtsskóla
Er núna kominn tími til að kveðja Óla
Og ég sé alla framtíðina bjarta
Það er allavega enginn hérna að kvarta
Förum bara út í sumarfrí
Og hættum að læra um fokking pí!
[Hook 2X: Allir]
Gott veður, gott leður, gott chill
Sumarfílingur og barbíkjú grill
Þetta líf er svo fokking sweet
Góður fílingur og ég svíf
[Verse 2: Guðmundur Hólm]
Vá krakkar, sjáið þetta veður
Mér líður svo vel og ég skelli mér í leður
Nú tekur sumarið við
Ég set námið á bið
Og sný heiminum við
Ekki fleiri bækur ekki meira bull
Sóðheitur pottur og ískaldur gull
Nei, haha! Segi svona
Léttur fílingur bara sísona
Nei samt í alvöru
Þarf að koma mér að efninu
Sleppa öllu fjörinu og leita mér að atvinnu
En veistu, það er aldrei að fara að ske
Er svo vinaríkur og á nóg af fé
[Verse 4: Einar Ágúst]
Heiti Einar Á og er fyrirmyndarpiltur
Nema um helgar get ég verið frekar trylltur
Skelli ég mér út, sé Svan og Balla
Dressaðir upp í sína leðurgalla
Réttarholtsskóli alltaf sama sagan
Nóg af drama en það er alltaf gaman
Lærdómur, hvað er það?
Því nú kemur sumar bara chill og sólbað
[Hook 2X]