Fortíð - Heltekinn lyrics

Published

0 123 0

Fortíð - Heltekinn lyrics

Vindarnir syngja sinn svartasta söng Leyfa mér ekki að dreyma Nóttin, hún virðist svo endalaust löng Andar í kring um mig sveima Drekka nú með mér guðaveigar Draugar heljar og dæmdir menn Syngur með vindunum, mjöðinn teigar Ískaldur fjandinn mig finna mun senn Prestarnir kalla, "Við fyrir þér biðjum!" En sjálfið er löngu laust úr þeim viðjum Undir tungli, um myrka dali Tignar strendur og fjallasali Það ferðast í rökkri, fyrir trú þeirra falið Þótt eftir standi holdið kalið Fáu er svarað þótt mikið sé spurt Og þræðir lífsins hratt upp rakna Að lokum mun dauðinn mig leiða í burt Og mun ég þá annað hvort sofna eða vakna