Bróðir Svartúlfs - Alinn upp af úlfum lyrics

Published

0 160 0

Bróðir Svartúlfs - Alinn upp af úlfum lyrics

Ég laga bindið og virði eigin spegilmynd fyrir mér, raka af mér mjólkurskegg Líst ykkur á? Líst ykkur á? Líst ykkur misindismönnum á? Faðir kenndi mér að handleika byssur en morðhuginn fékk ég í móðurlegg Líst ykkur á? Líst ykkur á? Líst ykkur misindimönnum á? Viljið þið vera svo væn að veita mér inngöngu inn í augun á ykkur hið snarasta... Sýnið mér ást, sýnið mér hlýju , sýnið mér faðmana Fælið þið beinagrindur úr skápnum svo ég verði ey andvaka Og sýnið mér ást og sýnið mér hlýju, kyssið mig góða nótt Ég var alinn upp af úlfum og fólkið var visst um að ég væri vangefið flón Líst ykkur á? Líst ykkur á? Líst ykkur misindismönnum á? Dagar og nætur fara einungis í setja saman lygar og hræðileg ljóð Líst ykkur á? Líst ykkur á? Líst ykkur misindimönnum á? Viljið þið vera svo væn að veita mér inngöngu inn í augun á ykkur hið snarasta... Sýnið mér ást, sýnið mér hlýju, sýnið mér faðmana Fælið þið beinagrindurnar úr skápnum svo ég verði ey andvaka Og sýnið mér ást og sýnið mér hlýju, kyssið mig góða nótt Tíminn er eins og vatnið sagði Steinn... Ég er að drukkna Frá fyrsta degi horft á heiminn í gegnum brotinn glugga Á tíunda afmælisdaginn lét ég fræ falla til jarðar Þann tuttugasta var risið tré, af einni grein hékk snara Röddin í mér er ekki hærri en í manninum mér við hlið Sögurnar mínar eru ekki betri. Hrafnarsparkið sem að ég rita Munurinn felst í því að veröldin veitir honum yl Á meðan að ég get bara öskrað mér til hita Ég get ekki lifað á ystu nöf, leigan þar er alltof dýr fyrir mann einsog mig Líst ykkur á? Líst ykkur á? Líst ykkur misindismönnum á? Heimili mitt er við barinn og vinirnir mínir verðir sem kasta mér á dyr Líst ykkur á? Líst ykkur á? Líst ykkur misindimönnum á? Viljið þið vera svo væn að veita mér inngöngu inn í augun á ykkur hið snarasta... Sýnið mér ást, sýnið mér hlýju, sýnið mér faðmana Fælið þið beinagrindurnar úr skápnum svo ég verði ey andvaka Og sýnið mér ást og sýnið mér hlýju, kyssið mig góða nótt Draumurinn er að verða svo frægur að fólk sem að ég þekki ekki, baknagi mig Líst ykkur á? Líst ykkur á? Líst ykkur misindismönnum á? Raunin er sú að sannleikurinn hljómar í flestum tilvikum ósannfærandi Líst ykkur á? Líst ykkur á? Líst ykkur misindismönnum á? Viljið þið vera svo væn að veita mér inngöngu inn í augun á ykkur hið snarasta... Sýnið mér ást, sýnið mér hlýju, sýnið mér faðmana Fælið þið beinagrindurnar úr skápnum svo ég verði ey andvaka Og sýnið mér ást og sýnið mér hlýju, kyssið mig góða nótt Við erum ljót en við höfum tónlist sagði Cohen og ég sagði satt Ég er fílamaðurinn syngjandi, lánið mér fyrir mat Með raddböndum festi ég landfestar, reisi mitt höfuð upp Bleiti varirnar og ræski mig, segi ykkur sögur um Lífið og dauðann og og himinn og hel og áfengið og píkur og tippið og ástina Og hatur og dísina mína og minningar, heimilið, bæinn og móður og föður og það sem að var Og það sem að er, það sem að kemur og væntingar mínar til þess Þið verðið að vera svo væn að veita mér inngöngu ég er ekki eins og þið flest