Hví ligg eg svo lágt?
Eg ligg, því mig vantar í fæturna mátt.
Þolinmóð verð eg að þreyja,
Það dugar sízt að láta kjarkinn deyja.
Inni kyrrt er allt og hljótt,
Eins og væri um miðja nótt.
Klukkan tifar títt og ótt,
Telur dagsins stundir.
Alein sit eg inni hér,
Ekki skemmtir lífið mér.
Byrgður gleðigeisli hver,
Gamlar svíðar undir.
Samt eg brosi við og við,
Víð mér opnast draumasvið.
Eg fer að komast fætur á,
Fjarri sorgum verð ég þá,
Ef mér batnar, eins og eg veit,
Og ég kemst um blómareit.
Lífið draumur ávallt er,
Sem eilífðinni fljótt að ber.
Gaman verður að vakna þá
Og vera laus við drauma, er þjá,
Líða frjáls um loftin blá,
Laus við jarðarkífið.
Því hefi eg jafnan hugann á,
Er harðast finnst mér lífið.