Kveð ég um konu og mann og konan hún eldaði og spann en karl hann var fróður um fornaldargróður kveð ég um hana og hann og bóndadóttir hún dró einn dáyndis fiskling úr sjó hún sett' ann í pottinn og sótti svo þvottinn loks sagði hún nú er það nóg og kötturinn meyvant fann mús í meisnum og bauð henni dús þau ræddu um fólsku frakka á pólsku og dreyptu á norðlenskum djús og kindin hún kveinaði hátt svo klerkur hann brotnaði í smátt en þeir límdu hann saman og þótti það gaman honum fannst gamanið grátt þau lifðu í sátt og samlyndi og trú á sauðkindina og heilaga jómfrú
í haga var búkolla á beit og brennandi vorsólin skeit og hundurinn eltist við hænuna og geltist í haga var búkolla og hún beit og nautið hét hálfdán og hló að húsfreyju þegar hún dó því þótti ekki klerkur þesslega merkur en nautið það hét hálfdán og hló nei nautið það hét hálfdán og hlóð á húsfreyju lof er hún stóð upp út í hlöðu nær hulin í töðu úr vitunum vætlaði blóð og bóndasonurinn sá einn sjórekinn mannsfót og brá á flótta hann lagði en fóturinn sagði sonur minn segðu ekki frá þau lifðu í sátt og samlyndi og trú á sauðkinda og heilaga jómfrú