Á bernskuskeiði braustu Úr búðarglugga rúðu. Í gáska einskis gættir Og greipst þér kerti og spil. Dóma harða hlaustu, Því harla fáir trúðu Að eitthvað gott þú ættir Í eðli þínu til. Kornið verður köggull Í kjafti níðs og hroka Frá rógsins lygnu lindum Lækir fikra sig.
Þú ert blóraböggull, Við bætum í þinn poka Okkar eigin syndum Og eyðileggjum þig. Við erum annars góðir Og ætíð stoltir verðum Þínum glæp frá gleymsku Og glötun borgið er. Þú niðurbrotni bróðir, Sem berð á veikum herðum Hatur vort og heimsku Ég hræki á eftir þér.