Án kærleika er vonin veik
völt og reikul trúin
líkt sem eik af elli bleik
elds til kveikju búin
Hvar sem leið þín liggur hér
lífs meðan eyðir degi
æðstan heiður álít þér
öðrum greiða vegi
Synjaðu snauðum síst um brauð
sért ótrauður gjafa
það eru gauð sem neita í nauð
nokkurn auð þó hafa
Sérhvern styð með sæmd og trú
sem þú lið mátt færa
gakk á snið við það sem þú
þarft ei við að hræra
Sína hver einn byrði ber
böl þá sker sem líða
gefið hér ei öllum er
auðnu sér að smíða.