Þú veist í hjarta þér Kvað vindurinn Að vegur drottnarans er ekki þinn Heldur þar sem gróandaþytur fer Og menn þerra svitann af enni sér Og tár af kinn. Þú veist í hjarta þér Kvað vindurinn Að varnarblekkingin Er dauði þinn Engin vopnaþjóð er að vísu frjáls
Og að vanda sker hún sig fyrr á háls En óvin sinn Þú veist í hjarta þér Kvað vindurinn Að vald og ríki'er ekki Manngrúinn Hvað þarf stóra þjóð til að segja satt Til að sólarljóð hennar ómi glatt I himininn?